Umsókn í Þýsk-íslenska viðskiptaráðið
Til hvers að gerast félagi í ÞÍV?

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið eflir og viðheldur viðskiptatengslum milli Þýskalands og Íslands, ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar, menningar, viðskipta og stjórnmála. Ráðið er tengslanet fyrirtækja, stofnana og einstaklinga og er vettvangur fyrir samskipti við hið opinbera auk þess sem það er vettvangur til að fjalla opinberlega um hagsmunamál í viðskiptum Þýskalands og Íslands.

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið flytur á milli þekkingu, stefnur og strauma í málum er snerta viðskipti milli Þýskalands og Íslands, skipuleggur fundi og ráðstefnur er varða málefni landanna tveggja og stendur vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna gagnvart þýskum og íslenskum yfirvöldum. 

Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir, lítil eða stór, geta gerst félagar Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins. Ráðið er vettvangur sem nýtist til að vinna að hvers konar framförum, að bættu starfsumhverfi og betri tengslum. Öflugur hópur félaga eflir og styrkir vinnu ráðsins með stjórnvöldum og stofnunum, þínu fyrirtæki til framdráttar. Með aðild getur þú haft áhrif á verkefni og starfsemi ráðsins.

Einstaklingar: 15.000 ISK
Fyrirtæki (færri en 100 starfsmenn): 35.000 ISK 
Fyrirtæki (100-500 starfsmenn): 75.000 ISK
Fyrirtæki (500+ starfsmenn): 100.000 ISK

Gerast félagi

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100